Undarlegt Ferðalag
Guð sendi mér engil
í ljósgráum bol
með endalaust þol,
nartandi í munnvikið
gaf mér augnablikið
sem ég leitaðist eftir.

Guð sendi mér engil
með guðdómlega rödd
þar sem ég var stödd
á slæmum stað
í lífinu
og bað
um það
að láta bjarga mér.

Var stödd í hvirfilbyl hugsanna
komst ekki út
niðurlút
kom hann við mig,
snerti hjarta mitt,
vakti mig úr vondum draumi
þar sem ég syndgaði í laumi
ein
óhrein.

Hitti botninn
þá kom hann,
drottinn,
með engil í eftirdragi
á rauðum sportbíl.
Leit í augun,
silfurblá
og þá
ég sá
leyndarmálin
sem sálin
þráði.

Mér yfirsást
að þetta var ást
í dularfullum búningi
á fullum snúningi
í veröld
þar sem stjórnleysi var við völd.

Ég ætlaði að flýja
en hún var komin,
þessi nýja.
Ætlaði að hætta við
af ótta
leggja á flótta
út úr þessum heimi
þar sem raddir voru á sveimi
og sögðu henni að drullast
burt.

Guð sendi mér engil
í manns(a) líki
sem bjó í kærleiksríki
kenndi mér á þetta líf
og nú ég svíf
um
eins og ljósbleikur fugl
laus við allt rugl
í nýjum heimi.

Á ekki orð sem lýsa
þeirri hamingju sem er að rísa
í hjarta mér.
var komin á bólakaf
varla svaf
fyrir brestum
náði ekki festu
fannst ég vera að falla
heyrði sjálfan mig kalla
er vegurinn rangur?
Tilgangur?

Guð sendi mér engil
með sjúklegan húmor,
dugnað og þor
sem bað mig vinsamlegast
um að taka hausinn
úr rassgatinu
á sjálfum mér.  
sistka
1984 - ...


Ljóð eftir sistku

Þið eruð að miskilja hálfvitar
Bréf frá mömmu
All you need is love
Skilningur barns
Áfram Ísland
Lífið eins og óskrifuð bók
Réttlæti lífsins
Þetta hvíta sem þarf að komast út
Þú uppskerð það sem þú sáir
Hr og frú Fullkomin, í boði 365
Group ehf
að deyja úr áhyggjum
Föstudagurinn LANGI
Rafmagnað andrúmsloft
Rasistar ROTTA sig saman
Einfaldleikinn
lán í óláni
safaríkt?
Ef
Mengun Fjölskyldunar
Draumur á Jónsmessunótt
Að vera eða ekki vera?
Alkaholisminn
Tregablendin ást
Tilveran
Sunnudagsmorgun
Undarlegt Ferðalag