Mynd úr Nýdölum
Eitt gamalt tungl
dvelur í silfruðum skýjabakka.
Þurrmjólkaðar eru allar nætur og rökkurvísurnar
kveðnar. Það hrímar undir bleiku morgunsárinu.
Sólbreyskin dagsláttan bylgjast í túninu.
Blágrænar vindstrokur hörpunnar
boða dagvist í Nýdölum.
dvelur í silfruðum skýjabakka.
Þurrmjólkaðar eru allar nætur og rökkurvísurnar
kveðnar. Það hrímar undir bleiku morgunsárinu.
Sólbreyskin dagsláttan bylgjast í túninu.
Blágrænar vindstrokur hörpunnar
boða dagvist í Nýdölum.
Úr bókinni <a href="mailto:deus@uymail.com?subject=[Pöntun]: Spor mín og vængir">Spor mín og vængir</a>.
Deus, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Deus, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.