Trúarreynsla
Dag einn kom fuglahjörð
á litla pollinn framanvið Glugghús.
Ég hafði verið að saga hjólbarða
niður í ræmur í sólskinsskúlptúrinn
þegar vængjasláttur
<dd><dd>barst mér til eyrna.
Ég kvikaði söginni í geislanum
og lét í vestisvasann. Skýjaglamur
heyrðist frá Glugghúsum
og fölbleikum bjarma sló á mæninn.
 
Bjarni Bernharður
1950 - ...
Úr bókinni <a href="mailto:deus@uymail.com?subject=[Pöntun]: Spor mín og vængir">Spor mín og vængir</a>.
Deus, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Bjarna Bernharð

Höfðafundurinn
Borgarbragur
Mynd úr Nýdölum
Trúarreynsla
Skammdegi
Stríðsguð
Vínið
Óp