Draumaprinsinn minn.7
Hatur, að hata, ég hata
Únglingaveikina þína,
Nefið þitt, stórt og mikið.

Koddann þinn, svo mjúkann og góðann.
Vasaúrið þitt, svo fallegt og öðruvísi.
Eldinn sem þú kveikir í hjarta mér, svo heitur og brennandi.
Lögin þín, svo róandi og þægileg.
Sixpensarann þinn, svo töff og sérstakur.
Tárin þín, svo sár og stingandi.

Öll beltin þín, svo fjölbreytt og heillandi.
Særandi orðin þín, svo beitt og ógleymanleg.
Kossana þína, því ég finn enn fyrir þeim á vörum mínum.
Röddina þína, sem róar mig alltaf niður og huggar mig.
Andardrátt þinn, á hálsinum á mér.
Rakspírann þinn, sem lætur mig líða eins og ég sé enn hjá þér.

Líðanina, við að liggja í örmum þínum.
Endalausu kvölina, við að geta ekki verið þér hjá.
Magann þinn, sem fékk mig alltaf til að stara.
Undursamlegu árin sem við áttum saman.
Reiðina við sjálfa mig, hvernig gat ég látið þetta gerast.


Gítarinn sem ég gaf þér, því hann táknaði hvað ég elskaði þig mikið.
Rúmið þitt, sem lætur mér líða eins og ég sé komin heim.
Æj og fjölskylduna þína, sem var mér alltaf svo góð.
Táslurnar þínar, sem ég sleikti til þess að sanna fyrir þér hvað ég elskaði þig mikið.
Undarlegu kækina þína, sem hlýjuðu mér samt sem áður um hjartarætur.
Ray charles myndina, sem við horfðum á þrisvar í röð.

Saxafóninn þinn, sem ég fékk örsjaldan að hlusta á þig spila á.
Augnanna þinna, sem gátu alltaf sagt mér allt.
Klinkið í buxunum þínum, sem mátti aldrei hvolfa.
Næturnar sem við vöktum og fórum í gamnislagi.
Axlirnar þínar, sem létu mér finnast ég vera svo örugg.
Rólegu lögin sem við sofnuðum alltaf við.
..
Og mest af öllu hata ég, að þurfa að
Gleyma þér, og öllu sem ég hata.

Gullið mitt, ég elska þig
Elska þig að eilífu
Fyrirgefðu mér,
Sá sem særir, særir þá sem hann elskar mest
Til eru sögur, en þetta er sú sárasta.

Svo þótt þú sjáir mig ekki, né heyrir í mér lengur
Vonandi verðuru góður drengur
Og gleymir ekki, fyrstu ástinni.

Upp er leiðinni haldið,
upP til þanns sem hefur valdið,
draumaPrinsinn minn, án þín er ég ekkert.
 
Ingibjört
1991 - ...


Ljóð eftir Ingibjörtu

Það sem enginn skilur
Gullið mitt
Óskin mín
Stelpa.3
En hana hann sveik.5
Örvænting.6
Draumaprinsinn minn.7
Mundu mig að eilífu.8
Enginn veit
Einu sinni var
Gamalt og grátt
Sumardagar
Við eigum ekki saman
Southern comfort í kók
Ég stend í stað
Höfuðstafurinn
Fyrsta ástin
Hvar ertu
Farðu mér frá
Mörgþúsund molar
Þú
Kanski seinna
Ástin mín eina
Fangelsi ástarinnar
Brennimerkt
Andvaka
Dagbók sársaukans
Sníkjudýr
Vonlaus
Ég mun sjá þig
Gull og gas
Langanir
Bæði og