Við
Ef skoða vil ég sálu þína,
skima um hugans lendur,
þá fortíð mína, framtíð mína
fel ég þér í hendur.
Allt sem ekki vildir sýna,
mér eigna skalt sem stendur,
og fortíð þína, framtíð þína
fela mér í hendur.
Í rökkurró við ræðumst við
og reiðum á hvort annað,
þreifum saman þúsund mið,
það sem var ókannað.
Allt sem virtist óra-sýn
er nú allt í böndum,
framtíð mín, og framtíð þín
felst í okkar höndum.
Því að við, aðeins við,
erum við, eins og stendur.
Því að við, aðeins við,
veljum sjálf, okkar lendur.
skima um hugans lendur,
þá fortíð mína, framtíð mína
fel ég þér í hendur.
Allt sem ekki vildir sýna,
mér eigna skalt sem stendur,
og fortíð þína, framtíð þína
fela mér í hendur.
Í rökkurró við ræðumst við
og reiðum á hvort annað,
þreifum saman þúsund mið,
það sem var ókannað.
Allt sem virtist óra-sýn
er nú allt í böndum,
framtíð mín, og framtíð þín
felst í okkar höndum.
Því að við, aðeins við,
erum við, eins og stendur.
Því að við, aðeins við,
veljum sjálf, okkar lendur.