Hamingjan 2
Ég er
lítil stúlka
og ég leik mér
á gófinu,
lög unga fólksins
eru í útvarpinu
og pabbi og mamma
liggja saman í sófanum,
Þau eru ekkert að rífast
og allt er
einhvern veginn
öðruvísi,
því ég er
eitthvað svo
hamingjusöm
inní hjartanu mínu.
Ég er
gömul kona
og ég ligg í rúminu,
ég lít til baka
yfir liðna ævi
og þessi minning mín
er sú sem hæst ber,
brátt mun hamingjan
heimsækja hjarta mitt
að nýju,
og ég veit
að í þetta sinn
mun hún koma
til að vera.
lítil stúlka
og ég leik mér
á gófinu,
lög unga fólksins
eru í útvarpinu
og pabbi og mamma
liggja saman í sófanum,
Þau eru ekkert að rífast
og allt er
einhvern veginn
öðruvísi,
því ég er
eitthvað svo
hamingjusöm
inní hjartanu mínu.
Ég er
gömul kona
og ég ligg í rúminu,
ég lít til baka
yfir liðna ævi
og þessi minning mín
er sú sem hæst ber,
brátt mun hamingjan
heimsækja hjarta mitt
að nýju,
og ég veit
að í þetta sinn
mun hún koma
til að vera.