

Í dag sá ég ástina
við tjarnarbakkann.
Svona lítur hún út:
Kolla með höfuð undir væng. Við hliðina á henni steggur.
Hann horfir árvökull í kringum sig
en lítur annað slagið til hennar
og með augunum segir hann:
Bara fyrir þig
skal ég vaka.
við tjarnarbakkann.
Svona lítur hún út:
Kolla með höfuð undir væng. Við hliðina á henni steggur.
Hann horfir árvökull í kringum sig
en lítur annað slagið til hennar
og með augunum segir hann:
Bara fyrir þig
skal ég vaka.