Öldurót
Við erum bárur í brimróti lífsins
berumst með veðri og vindum.
Stundum náum við að rótum rifsins
en í sjónum oftast við lyndum.

Öldurnar mislangt eiga að landa
og mismarga leiðandi máva sjá.
Sumar synda mót straumnum og stranda
og sökkva of snemma í hyldjúpin blá.

Hugur minn sem vaggandi vökvinn blár
vaggar í óvissu og ófylltri þrá.
Nær ekki landi ár eftir ár.
Rekur þá heldur lengra frá.

Einn dag mun líka þessi alda
safnast til föður síns Njarðar.
Hverfa smá saman í kelduna kalda
kveðja þá fegurð vor jarðar.






 
Fanney Hólmfríður
1985 - ...


Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði

Ástfanginn
Dagdraumar Íslendings
Öldurót
Veðra hamur
Ástin er terroristi
Dregur fyrir sólu
Norðurhugar
Álfahryllingur
Svefnbæn
Ölvunar andlegi friður
Jarðarvorið
Hellisbúinn
Emelía
Frjádagsins fagurgyllta fylling
Sturtusálmur
Bréf til Ritgerðar
Úlfaldinn
Situr við glugga sál