Við Lakagíga
Gígaraðir gnæfa yfir sanda
grátt er hraun um öræfanna svið.
Ógnartungur eldsumbrota valda
eyðilegging, um þúsund ára bil.
Gróinn var hann grasi dalurinn handan
gulli sleginn sóleyjum og trjám.
Loftið þrungið ljúfum birki angan
lyngið bærðist, fiska vöktu í ám.
Sem hendi snöggt um vanga þér sé strokið
svo brátt varð myndin fagra að svörtum reyk.
Grasið brunnið, allt í gjósku sokkið
grafnir dalir, lækir og brennd hver eik.
Árin líða áfram, hraunin kólna
öskulögin gróa smátt og smátt.
Ljótir gígar af litlum grösum bólgna
lifnar allt er fyrr laut dauðans mátt.
Meðan sól og máni á jörðu glóa
mun landsins saga endurtaka sig.
Hæðir, dalir, hlíðar aftur gróa
(og)hæst þá ber, mun hraunið streyma um svið.
grátt er hraun um öræfanna svið.
Ógnartungur eldsumbrota valda
eyðilegging, um þúsund ára bil.
Gróinn var hann grasi dalurinn handan
gulli sleginn sóleyjum og trjám.
Loftið þrungið ljúfum birki angan
lyngið bærðist, fiska vöktu í ám.
Sem hendi snöggt um vanga þér sé strokið
svo brátt varð myndin fagra að svörtum reyk.
Grasið brunnið, allt í gjósku sokkið
grafnir dalir, lækir og brennd hver eik.
Árin líða áfram, hraunin kólna
öskulögin gróa smátt og smátt.
Ljótir gígar af litlum grösum bólgna
lifnar allt er fyrr laut dauðans mátt.
Meðan sól og máni á jörðu glóa
mun landsins saga endurtaka sig.
Hæðir, dalir, hlíðar aftur gróa
(og)hæst þá ber, mun hraunið streyma um svið.