

Kominn of seint, fyrir mig hefur leynt
sjokkerandi viðmið, ég hef engu gleymt
Slægur samt hægur, líður að þinni för
Í samskiptum vægur, skildir samt eftir stórt ör
Himinn á kaf í huldum sjó
Lof mér að hugsa, ég er komin með nóg
Á erfitt með að rata, er þetta eilífðar gata?
Annars mun ég sjálfri mér glata,
líkt og vatn kemst á gló
Grafin undir nöglum þínum
brött er brekkan niður
Leyfðu mér að bremsa
bregður fyrir fæti - því miður
sjokkerandi viðmið, ég hef engu gleymt
Slægur samt hægur, líður að þinni för
Í samskiptum vægur, skildir samt eftir stórt ör
Himinn á kaf í huldum sjó
Lof mér að hugsa, ég er komin með nóg
Á erfitt með að rata, er þetta eilífðar gata?
Annars mun ég sjálfri mér glata,
líkt og vatn kemst á gló
Grafin undir nöglum þínum
brött er brekkan niður
Leyfðu mér að bremsa
bregður fyrir fæti - því miður