farin
þegar þú fórst,
fórst frá þessari veröld.
sorgin inní mér jókst,
og sorgin varð köld.

einmannaleiki óks inní mér,
og tárin hættu aldrei að renna niður.
inní höfðinu mínu streyma orðin frá þér,
ást, kærleikur og friður.

ég veit að þú ert hér,
þú ert ör á mér einsog eftir lítið sár.
þú munt aldrei fara frá mér,
þú þurrkar í burtu hvert tár.

ég finn enþá lyktina af þér,
og ég sé þig fyrir mér brosa.
þú mikið hjálpaðir mér,
og ég sakna þín rosa.  
guðrún
1995 - ...
um vin minn sem lést


Ljóð eftir guðrúnu

bara þig
gremja
farin
hann