Lífsklukkan
Þú tifar í hjarta og tekur þín slög
og telur mér trú að ég lifi.
Taktfast þú slærð og þú telur í lög,
ég tóri því með þessu tifi.
Þú veitir mér lífssýn, visku og þrá,
velur mér gleðistund ríka.
Von til að elska, vit til að dá,
og vinnu, sem skilar sér líka.
En dagur að kvöldi, hann kemur nú senn
þá klukka lífs sekúndur telur.
Kallar hún til sín, konur og menn
og konungi æðsta þau felur.
og telur mér trú að ég lifi.
Taktfast þú slærð og þú telur í lög,
ég tóri því með þessu tifi.
Þú veitir mér lífssýn, visku og þrá,
velur mér gleðistund ríka.
Von til að elska, vit til að dá,
og vinnu, sem skilar sér líka.
En dagur að kvöldi, hann kemur nú senn
þá klukka lífs sekúndur telur.
Kallar hún til sín, konur og menn
og konungi æðsta þau felur.