Talað við vindinn
Við höfum talað við vindinn
hlustað á rigninguna
reynt að ná til skýjanna
og grátið af sorg.
En vindurinn feykir orðum okkar
út í buskann
En lífið er til þess að lifa
hvort með öðru, hlið við hlið.
Við skulum kalla saman á framtíðina
því við erum öll sama fólkið
öll af sömu gerð –
við erum í þessu saman
maður – kona – barn
Við köllum saman á framtíðina
Við tölum sama máli á mismunandi hátt
við erum öll sonur einhvers og dóttir
við erum öll saman í keðjunni –
sem ekki má slitna.
Við öndum að okkur sama loftinu
og göngum á sömu jörð.
Veikir sem sterkir, mildir sem harðir.
Öll dönsum við eftir takti
hins æðri máttarvaldar
Við vitum samt að tími okkar er stuttur
- of stuttur fyrir óttann um endalokin.
hlustað á rigninguna
reynt að ná til skýjanna
og grátið af sorg.
En vindurinn feykir orðum okkar
út í buskann
En lífið er til þess að lifa
hvort með öðru, hlið við hlið.
Við skulum kalla saman á framtíðina
því við erum öll sama fólkið
öll af sömu gerð –
við erum í þessu saman
maður – kona – barn
Við köllum saman á framtíðina
Við tölum sama máli á mismunandi hátt
við erum öll sonur einhvers og dóttir
við erum öll saman í keðjunni –
sem ekki má slitna.
Við öndum að okkur sama loftinu
og göngum á sömu jörð.
Veikir sem sterkir, mildir sem harðir.
Öll dönsum við eftir takti
hins æðri máttarvaldar
Við vitum samt að tími okkar er stuttur
- of stuttur fyrir óttann um endalokin.