Breiðgata ástarinnar
Þar sem við stöndum í húminu
í flæðarmáli ástarinnar
og bíðum eftir sólarupprásinni
er hvergi lífsmark að sjá –
bara við ein.
Og augu okkar skima til sjávar
í leit að hinu óendanlega.
Því erum við að kvarta
yfir hörmungum heims
þegar við höfum hvort annað..
Við biðjum um sönnum -
við svörum okkar fæst ei svar.
Aðeins efinn einn fær að vaxa
því blinda okkar á sér ekki mörk.
Við höldumst í hendur
og trúum á orð okkar sjálfra
sem haldreipi lífsins.
Við erum hætt að sjá daginn
ríma við nóttina
og það eina sem við sjáum framundan
er breiðgata ástarinnar
í flæðarmáli ástarinnar
og bíðum eftir sólarupprásinni
er hvergi lífsmark að sjá –
bara við ein.
Og augu okkar skima til sjávar
í leit að hinu óendanlega.
Því erum við að kvarta
yfir hörmungum heims
þegar við höfum hvort annað..
Við biðjum um sönnum -
við svörum okkar fæst ei svar.
Aðeins efinn einn fær að vaxa
því blinda okkar á sér ekki mörk.
Við höldumst í hendur
og trúum á orð okkar sjálfra
sem haldreipi lífsins.
Við erum hætt að sjá daginn
ríma við nóttina
og það eina sem við sjáum framundan
er breiðgata ástarinnar