Álfahryllingur
Það hlýtur að liggja í augum uppi að álfar eru ekki menn, heldur eru þeir skaðræðisskepnur sem hafa arkað um landið svo lengi sem menn hafa byggt það. Hver hefur ekki heyrt hryllingssöguna um huldumanninn sem var fallegri en sólsetrið sjálft, og arkaði um sveitirnar með mjólkurkönnu í hendinni sem hann skildi eftir hjá einhverjum mjólkurlausum sveitungum. Hvað þá huldukonan sem blikkaði ekki einu sinni auga þegar hún gaf húsfreyju heilan kistil af heldri kvenna klæðum. Þessar hryllingssögur og fleiri í þeim dúr hafa hrætt Íslendinga öld eftir öld, gert þá nær viti sínu fjær. Það hlýtur að liggja í augum uppi að álfar eru ekki menn, enda hafa menn sjaldan gerst sekir um slík athæfi.  
Fanney Hólmfríður
1985 - ...


Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði

Ástfanginn
Dagdraumar Íslendings
Öldurót
Veðra hamur
Ástin er terroristi
Dregur fyrir sólu
Norðurhugar
Álfahryllingur
Svefnbæn
Ölvunar andlegi friður
Jarðarvorið
Hellisbúinn
Emelía
Frjádagsins fagurgyllta fylling
Sturtusálmur
Bréf til Ritgerðar
Úlfaldinn
Situr við glugga sál