Tónar
Ég er píanókonsert No. 1
eftir Tchaikovsky,
þú ert slagharpan…

Ég er 5. sinfónía Beethovens,
þú ert strengjasveitin…

Ég er Niblungahringur Wagners,
þú ert óperusviðið…

Ég er tónsprotinn,
þú ert Karajan.

Ég er
án þín

ekkert annað
en hálfklárað verk...
 
Einherji
1959 - ...
©Einherji


Ljóð eftir Einherja

Innskot
Þjóðsaga (stytt)
?
Bæn
Leiðrétt dánarfregn
Einu sinni
Á markaði
Orða vant um ást
Til skilnings
Tónar
Haiti