Ölvunar andlegi friður
Í ölvunarástandi dreymdi mig drauminn,
er stóð ég á strönd og horfði út á haf.
Með höfðið á undan ég stakk mér í strauminn,
og sálin fór með mér á bólakaf.
Umlukin vatni með útrétta arma
úr mér hvarf allt angur og strit.
Saltaður vökvinn seig mér um hvarma,
er sunnanvindurinn lék mér um vit.
Morguninn eftir ég vaknaði værri,
og vigtinni þungu af mér var létt.
Fannst mér sem hugurinn væri nú hærri,
öll heimsins vandamál væru leiðrétt.
er stóð ég á strönd og horfði út á haf.
Með höfðið á undan ég stakk mér í strauminn,
og sálin fór með mér á bólakaf.
Umlukin vatni með útrétta arma
úr mér hvarf allt angur og strit.
Saltaður vökvinn seig mér um hvarma,
er sunnanvindurinn lék mér um vit.
Morguninn eftir ég vaknaði værri,
og vigtinni þungu af mér var létt.
Fannst mér sem hugurinn væri nú hærri,
öll heimsins vandamál væru leiðrétt.