Strætó bíður ekki eftir neinum
Strætó
bíður sko ekki eftir neinum!
öskraði vagnstjórinn
og slengdi aftur hurðinni
á slefandi trýn þeirra hægu.
Skömmu síðar varð stórslys
við stöðvunarskyldu í næstu götu.
Strætó bíður ekki eftir neinum