Tvö blóm
Tvö blóm í eggi
dafna sem dagur og nótt
Er heimur birtist
brosa sálir
fagrar sem sólin
á nóttu sem degi
birtu gefa
sem aldrei ber skugga á
Öðrum sálum gefa sól og yl
með hreinleika og ást
Tvö blóm af sama stilki
en samt svo ólík
gefa sömu gjöf
gömlum þreyttum sálum
sem sjá ekki sólina
fyrir þeim.
dafna sem dagur og nótt
Er heimur birtist
brosa sálir
fagrar sem sólin
á nóttu sem degi
birtu gefa
sem aldrei ber skugga á
Öðrum sálum gefa sól og yl
með hreinleika og ást
Tvö blóm af sama stilki
en samt svo ólík
gefa sömu gjöf
gömlum þreyttum sálum
sem sjá ekki sólina
fyrir þeim.
Samið um tvíburana, yngstu barnabörnin mín, fyrirburar frá 26.mars 2009