Rigning er
Rigningin fellur og fyllir mína sál
fölleitir dropar vökva mínar brár.
Sólskinið, sig felur bakvið ský
en kannski sólin skíni fyrir mig – á ný.
Síðan þú fórst þá skýin hrannast að
og sorg mín hefur sér fundið samastað.
Drungi mig dettur á sem regn,
dagur hver er mér – enn um megn.
Á ég von að komir þú í drauminn minn,
eða þarf ég að bíða enn um sinn ?
Drunginn sem, að deyfði mína sál
dvínar skjótt, nú ólgar vonarbál.
Rigning er, og dimmir dagar kvelja
Rigning er, hvað á ég um að velja ?
Hvenær skín, sól, inn um
sálarglugga minn ?
Hvenær skín hún sól - inn um sálarglugga minn ?
fölleitir dropar vökva mínar brár.
Sólskinið, sig felur bakvið ský
en kannski sólin skíni fyrir mig – á ný.
Síðan þú fórst þá skýin hrannast að
og sorg mín hefur sér fundið samastað.
Drungi mig dettur á sem regn,
dagur hver er mér – enn um megn.
Á ég von að komir þú í drauminn minn,
eða þarf ég að bíða enn um sinn ?
Drunginn sem, að deyfði mína sál
dvínar skjótt, nú ólgar vonarbál.
Rigning er, og dimmir dagar kvelja
Rigning er, hvað á ég um að velja ?
Hvenær skín, sól, inn um
sálarglugga minn ?
Hvenær skín hún sól - inn um sálarglugga minn ?
Samið sem dægurlagatexti