Döggin
Ó, dögg, sem að árla í dalverpi liggur
þú deginum bjargar með algerri von.
Dögg, sem að birtuna bráðlega þiggur
breytir um leið huga mannanna son.
Þú drýpur af strái í dagskímu grárri
dettur til jarðar og lífsgjöf að læðir.
Í leiðinni heiðríkju lofar þú blárri
og læðir að von þá á mönnunum mæðir.
Þú dögg sem á leið minni ávallt svo liggur
og leiðir mig vegar mót lífinu bjarta.
Ég auðmjúkt er maður, sem gjöf þína þiggur
læt þessa gjöf liggja næst mínu hjarta.
þú deginum bjargar með algerri von.
Dögg, sem að birtuna bráðlega þiggur
breytir um leið huga mannanna son.
Þú drýpur af strái í dagskímu grárri
dettur til jarðar og lífsgjöf að læðir.
Í leiðinni heiðríkju lofar þú blárri
og læðir að von þá á mönnunum mæðir.
Þú dögg sem á leið minni ávallt svo liggur
og leiðir mig vegar mót lífinu bjarta.
Ég auðmjúkt er maður, sem gjöf þína þiggur
læt þessa gjöf liggja næst mínu hjarta.
Geng á hverjum morgni til vinnu yfir gras í Fossvogsdal,
yfir morgunstrá, sem að vökva skó mína daggarperlum
og falla síðan yfir fótspor mín er til baka er litið.
yfir morgunstrá, sem að vökva skó mína daggarperlum
og falla síðan yfir fótspor mín er til baka er litið.