Lítil aum stelpa
Ég sit ein í myrkrinu
og hugsanirnar reyna að drekkja mér

Hvernig getur ein, lítil stelpa tekist á við þann sársauka sem þú hefur skapað?

Þú fórst, yfirgafst mig,
án þess að kveðja.

Svo komstu á ný nær dauða en lífi,
lætur eins og ekkert hafi í skorist.

Hvernig á ég, bara lítil aum stelpa,
að lyfta þér upp í ljósið svo þú getur læknast?

Hvernig á ég, bara lítil aum stelpa,
að bera þunga heimsins á öxlum mér?

Hvernig á ég, bara lítil aum stelpa,
að geta gleymt öllum þeim vonbringðum sem þú ollir mér og öðrum?

Ég get það ekki og þú veist það.
 
Teresa Dröfn Njarðvík
1991 - ...


Ljóð eftir Teresu Dröfn Njarðvík

Lítil aum stelpa
Skynjun
Óður til minningar
Stefnuleysi
Andadráttur
Hinsta Kveðja
Reyn til rúna