Reyn til rúna
Undir stjörnubjörtum himni
á mjúkum grasbala
þau liggja
hlið við hlið
augun sjá stjörnur
---
Logandi eldur
funi kvikur
hjörtum seggja hverjum
vita-t ást
vita-t bræði
brenna álíka

vef sér örlög
hver gumi
glatast sá
er rangt las
heill sá
er rétt las
---
Hjörtun í takt
hlýða á
nema hvert orð
og byrja að spinna
 
Teresa Dröfn Njarðvík
1991 - ...


Ljóð eftir Teresu Dröfn Njarðvík

Lítil aum stelpa
Skynjun
Óður til minningar
Stefnuleysi
Andadráttur
Hinsta Kveðja
Reyn til rúna