Andadráttur
Andadráttur í línuritum,
í takt, í takt
tónlistin er mitt súrefni.

Takturinn hraðast upp,
hraðar, hraðar,
og andardrátturinn fylgir.

Ég ofanda,
svimar, svimar,
en ég er þræll taktsins.

Lagið virðist endalaust,
mér sortnar fyrir augunum,
lagið fjarar út.

STOPP!  
Teresa Dröfn Njarðvík
1991 - ...


Ljóð eftir Teresu Dröfn Njarðvík

Lítil aum stelpa
Skynjun
Óður til minningar
Stefnuleysi
Andadráttur
Hinsta Kveðja
Reyn til rúna