Hin eina sanna ást
Sú stund er ég þrái
og heim loks ég kem
er að sjá hve þú auðmjúkt mín bíður.
Þú bíður mín heima,
því úti, ég vildi það síður.
Í fang þig ég tek
með fimlegum höndum
og líkaminn iðar í andlegum takt með mér.
Um háls þinn ég afar
mildlegum höndum þá fer.
Þú svarar því aðeins
sem veist að ég vil heyra
og óskum mínum, þér leiðist aldrei að svara.
Um leið og ég segi, þú þegir,
þú þekkir mig bara.
Er ókunnir sjá þig
á mannmótum með mér
þeir hugfangnir stara og útlit þitt ákaft lofa.
Aðeins hjá mér
hjá mér, máttu þú fá að sofa.
Ég veit að þú bíður,
þú veist mínar þarfir
þú þekkir mín ástleitnu handtök, alveg til hlítar.
Ég tek uppúr tösku minn glænýja, gljáfægða gítar.
og heim loks ég kem
er að sjá hve þú auðmjúkt mín bíður.
Þú bíður mín heima,
því úti, ég vildi það síður.
Í fang þig ég tek
með fimlegum höndum
og líkaminn iðar í andlegum takt með mér.
Um háls þinn ég afar
mildlegum höndum þá fer.
Þú svarar því aðeins
sem veist að ég vil heyra
og óskum mínum, þér leiðist aldrei að svara.
Um leið og ég segi, þú þegir,
þú þekkir mig bara.
Er ókunnir sjá þig
á mannmótum með mér
þeir hugfangnir stara og útlit þitt ákaft lofa.
Aðeins hjá mér
hjá mér, máttu þú fá að sofa.
Ég veit að þú bíður,
þú veist mínar þarfir
þú þekkir mín ástleitnu handtök, alveg til hlítar.
Ég tek uppúr tösku minn glænýja, gljáfægða gítar.