Raunir fiðluleikarans
Fimlegum höndum ég strengina strýk
störf mín menn hástemmdir lofa.
Samt er ég feginn, er leik mínum lýk
langar helst þreyttur, að sofa.
Í draumförum ætíð mín sál fer á flakk
finnst eins og ég sé að bila.
Mendelson, Shubert og Biset og Bach
byrja í svefni að spila.
Þegar ég vakna þá úrillur er
og ætla að hugsa til hlítar,
og áður en allt nú til andskotans fer,
þá ætla að spila á gítar.
En hljómarnir höfugir grauta mitt geð
ég gígjuna set niður í kassa.
Ákveðinn er í að stoppa nú streð
og stefni á að spila á bassa.
en….
Nú árið er liðið í aldanna skaut
ég aldrei mun sál mína svíkja.
Áðan ég gítar og bassann minn braut
og byrjaður er ég....að spila aftur á fiðluna….!
störf mín menn hástemmdir lofa.
Samt er ég feginn, er leik mínum lýk
langar helst þreyttur, að sofa.
Í draumförum ætíð mín sál fer á flakk
finnst eins og ég sé að bila.
Mendelson, Shubert og Biset og Bach
byrja í svefni að spila.
Þegar ég vakna þá úrillur er
og ætla að hugsa til hlítar,
og áður en allt nú til andskotans fer,
þá ætla að spila á gítar.
En hljómarnir höfugir grauta mitt geð
ég gígjuna set niður í kassa.
Ákveðinn er í að stoppa nú streð
og stefni á að spila á bassa.
en….
Nú árið er liðið í aldanna skaut
ég aldrei mun sál mína svíkja.
Áðan ég gítar og bassann minn braut
og byrjaður er ég....að spila aftur á fiðluna….!