Á fjarlægri strönd
Reika ég í móðu, sorgir mínar langar að grafa
mæni ég og bíð að beri þig við sjónarrönd.
Leið er á að vera með ást þína að velkjast í vafa
og vera ein(n) og vansæl(l), ráfandi um á fjarlægri strönd .
Tilfinningar bærast, veit ei hvort ég sannlega elska þig
þó held ég að – ég geri það
ég vona samt, að þú skiljir mig.
En mundu þó alltaf....
Vertu viss að þrátt fyrir allt, þú verður í huga mér
ef þú kveður mig – þá ég aftur fer
og verð ráfandi um á fjarlægri strönd.
Reyni alla daga að halda aftur af mínum tárum
það er sem ég fái alltaf, af himnunum stoð.
Finnst mér oft ég heyri þín ástarorð berast á bárum
eins og bjartar stjörnur séu þar að senda mér boð.
mæni ég og bíð að beri þig við sjónarrönd.
Leið er á að vera með ást þína að velkjast í vafa
og vera ein(n) og vansæl(l), ráfandi um á fjarlægri strönd .
Tilfinningar bærast, veit ei hvort ég sannlega elska þig
þó held ég að – ég geri það
ég vona samt, að þú skiljir mig.
En mundu þó alltaf....
Vertu viss að þrátt fyrir allt, þú verður í huga mér
ef þú kveður mig – þá ég aftur fer
og verð ráfandi um á fjarlægri strönd.
Reyni alla daga að halda aftur af mínum tárum
það er sem ég fái alltaf, af himnunum stoð.
Finnst mér oft ég heyri þín ástarorð berast á bárum
eins og bjartar stjörnur séu þar að senda mér boð.
Samið sem dægurlagatexti