Þú þráðir mig / You needed me
Þau tárin vot, er tærðu und
þér tókst að þerra, og sefa um stund.
Þá sáru raun, minn heltók hug
með heilindum, þú vékst á bug.
Og birtu þá, er blést í mig
í bágindum, þá gerðu sig.
Þú veittir mér, er vesæl ég
þá villtist burt, um dimman veg.
Með votri brá, ég bað um þig
ég bænheyrð var, þú tókst um mig.
Já,tókst um mig, með tryggri hönd
er treysti okkar vinarbönd.
En afhverju, komst þú, og tókst um mig ?
- því þú þráðir mig...þú þráðir mig..
þér tókst að þerra, og sefa um stund.
Þá sáru raun, minn heltók hug
með heilindum, þú vékst á bug.
Og birtu þá, er blést í mig
í bágindum, þá gerðu sig.
Þú veittir mér, er vesæl ég
þá villtist burt, um dimman veg.
Með votri brá, ég bað um þig
ég bænheyrð var, þú tókst um mig.
Já,tókst um mig, með tryggri hönd
er treysti okkar vinarbönd.
En afhverju, komst þú, og tókst um mig ?
- því þú þráðir mig...þú þráðir mig..
Samið sem dægurlagatexti