Hauststemma
Sé barrgreinar þunglega bærast
í brimróti skýja og vinda.
Kjarnann sem mér þykir kærast
og kjarrskóginn allstóra mynda.
Tré sem í tilveruvanda
tefja mig á minni göngu.
Sterklegir bolir þar standa
stoltir á haustdægri löngu.
Trén í svo marglitum myndum
mega sín lítils þá lætur.
Hvinur í válegum vindum
verður að skýi sem grætur.
í brimróti skýja og vinda.
Kjarnann sem mér þykir kærast
og kjarrskóginn allstóra mynda.
Tré sem í tilveruvanda
tefja mig á minni göngu.
Sterklegir bolir þar standa
stoltir á haustdægri löngu.
Trén í svo marglitum myndum
mega sín lítils þá lætur.
Hvinur í válegum vindum
verður að skýi sem grætur.
Horft yfir trén á göngu um Fossvogsdal
á haustdögum.
á haustdögum.