Bréf til Ritgerðar
Kæra Ritgerður.

Nú er mánuður síðan við vorum í símasambandi og þú sagðist ætla að heimsækja mig.
Hvar ertu eiginlega?
Þetta stutta innlit þitt rétt fyrir páska telst nú varla með.
Ef áfram heldur sem horfir, Ritgerður, neyðist ég til þess að endurmeta samband okkar, og vel gæti farið svo, að ég bindi enda á það.
Ef það verður niðurstaðan þá vil ég bara hafa eitt á hreinu:
Ég hélt framhjá þér með Feisbúkk...
oftar en einu sinni...
og oftar en tvisvar.

Með kveðju

Háskólanemi  
Fanney Hólmfríður
1985 - ...


Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði

Ástfanginn
Dagdraumar Íslendings
Öldurót
Veðra hamur
Ástin er terroristi
Dregur fyrir sólu
Norðurhugar
Álfahryllingur
Svefnbæn
Ölvunar andlegi friður
Jarðarvorið
Hellisbúinn
Emelía
Frjádagsins fagurgyllta fylling
Sturtusálmur
Bréf til Ritgerðar
Úlfaldinn
Situr við glugga sál