Ef þú hefðir vitað það sem þú veist í dag...
Ég iðrast þess sem ég gerði,
En öllu sé ég þó ekki eftir.
Nú ólina að fullu ég herði,
Hún minninguna samt aldrei heftir.

Ég iðrast þess sem ég gerði þér,
Því verður aldrei breytt.
Í gegnum huga minn alltaf fer,
Hve mikið mér þykir það leitt.

En ef að við værum enn í dag,
Dansandi á línu siðferðis
Allt væri okkur tveim í hag,
Og ekkert slæmt gerðist.

Væri ég ekki sá sami?

Væri ég ekki ennþá eins?
Eins siðblindur og ég var?
Það hefði ekki verið til neins,
Ég hefði aldrei fundið neitt svar.

Þó er enn eitt umhugsunarefni,
Sem varðar þetta tímabil.
Ég hugsa um það og hér það nefni,
Ég þekki þig og ég skil.

23:15 hefðu hurðir okkar opnast,
Allir mættu það vita.
Eplakarfan þér einni hefði hlotnast,
Hefðiru fengið þér bita?
 
Jón Már
1991 - ...


Ljóð eftir Jón Má

Tíminn
Eru skýin guð? (hæka)
Ekki nóg... (hálfgerður texti við lag)
Heimsvanur fuglinn
Skólinn...
Kynferðisleg löngun...
Ef þú hefðir vitað það sem þú veist í dag...