Úlfaldinn
Hækkar nú sól
lengir þá daga.
Vorvindar hlýjir svo gróðurinn laga.
Bráir af birki,
ilmur þess laðar.
Förum í frí til hins himneska staðar.
Rennum í Reykjahlíð,
frítt föruneytið.
Setjum upp tjaldið um kvöldmatarleitið.
Opnaður bjórinn,
blandað í flöskur.
Skundað í hlöðu með troðfullar töskur.
Þar má sjá rokkbönd,
má sjá trúbadora.
Jafnvel einn rappara á sviði spígspora.
Í syngjandi sælu
svo röltum í rjóðrið.
Heyrum í gítar og göngum á hljóðið.
Spjöllum og syngjum
dönsum við bálið.
Dönsum uns sólin rís í fyrramálið.
Skakklöppumst lúin
þá aftur í tjaldið.
Annað kvöld, vinur minn, verður framhaldið.  
Fanney Hólmfríður
1985 - ...
Úlfaldinn (Úlfaldi úr Mýflugu) er tónleikahátíð sem haldin er á hverju sumri í þorpinu Reykjahlíð í Mývatnssveit.


Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði

Ástfanginn
Dagdraumar Íslendings
Öldurót
Veðra hamur
Ástin er terroristi
Dregur fyrir sólu
Norðurhugar
Álfahryllingur
Svefnbæn
Ölvunar andlegi friður
Jarðarvorið
Hellisbúinn
Emelía
Frjádagsins fagurgyllta fylling
Sturtusálmur
Bréf til Ritgerðar
Úlfaldinn
Situr við glugga sál