Úlfaldinn
Hækkar nú sól
lengir þá daga.
Vorvindar hlýjir svo gróðurinn laga.
Bráir af birki,
ilmur þess laðar.
Förum í frí til hins himneska staðar.
Rennum í Reykjahlíð,
frítt föruneytið.
Setjum upp tjaldið um kvöldmatarleitið.
Opnaður bjórinn,
blandað í flöskur.
Skundað í hlöðu með troðfullar töskur.
Þar má sjá rokkbönd,
má sjá trúbadora.
Jafnvel einn rappara á sviði spígspora.
Í syngjandi sælu
svo röltum í rjóðrið.
Heyrum í gítar og göngum á hljóðið.
Spjöllum og syngjum
dönsum við bálið.
Dönsum uns sólin rís í fyrramálið.
Skakklöppumst lúin
þá aftur í tjaldið.
Annað kvöld, vinur minn, verður framhaldið.
lengir þá daga.
Vorvindar hlýjir svo gróðurinn laga.
Bráir af birki,
ilmur þess laðar.
Förum í frí til hins himneska staðar.
Rennum í Reykjahlíð,
frítt föruneytið.
Setjum upp tjaldið um kvöldmatarleitið.
Opnaður bjórinn,
blandað í flöskur.
Skundað í hlöðu með troðfullar töskur.
Þar má sjá rokkbönd,
má sjá trúbadora.
Jafnvel einn rappara á sviði spígspora.
Í syngjandi sælu
svo röltum í rjóðrið.
Heyrum í gítar og göngum á hljóðið.
Spjöllum og syngjum
dönsum við bálið.
Dönsum uns sólin rís í fyrramálið.
Skakklöppumst lúin
þá aftur í tjaldið.
Annað kvöld, vinur minn, verður framhaldið.
Úlfaldinn (Úlfaldi úr Mýflugu) er tónleikahátíð sem haldin er á hverju sumri í þorpinu Reykjahlíð í Mývatnssveit.