

ég smitaði hann
af mínum eigin tryllingi
svo hann fældist og rauk,
æddi áfram
meðan ég reyndi
í vanmætti
að halda í hann
en að lokum tókst honum
að hrista mig af sér
og hélt flótta sínum áfram,
skildi mig eftir
liggjandi á kaldri jörðinni
með kúlu á höfðinu
og högg í hjartastað
af mínum eigin tryllingi
svo hann fældist og rauk,
æddi áfram
meðan ég reyndi
í vanmætti
að halda í hann
en að lokum tókst honum
að hrista mig af sér
og hélt flótta sínum áfram,
skildi mig eftir
liggjandi á kaldri jörðinni
með kúlu á höfðinu
og högg í hjartastað