Ferðin fyrirheitna
Á biðstöðinni maður bíður,
í biðinni eilífu.
Horfir á umferðina æða.
Horfir á hinn endalausa hraða
hvar dagarnir hverfa,
út í móðuna.
Tungl hverfast – sól sinnast
í breytileika daganna.
Maðurinn, í sinni endalausu bið,
þreytist og sest.
Sól lífsins lækkar,
skuggarnir lengjast.
Dimma nætur hvelfist yfir.
Ferðin fyrirheitna er hafin.
í biðinni eilífu.
Horfir á umferðina æða.
Horfir á hinn endalausa hraða
hvar dagarnir hverfa,
út í móðuna.
Tungl hverfast – sól sinnast
í breytileika daganna.
Maðurinn, í sinni endalausu bið,
þreytist og sest.
Sól lífsins lækkar,
skuggarnir lengjast.
Dimma nætur hvelfist yfir.
Ferðin fyrirheitna er hafin.