Í skápnum
Þegar ég opna augun er allt grátt að sjá.
Hvar eru litirnir hugsa ég.
Mig langar að sjá allt í nýjum litum.
Þori ekki að opna dyrnar á skápnum mínum.
Get ekki horfst í augu við sannleikann.
Hann yrði of sár.

Dyrnar eru þarna.
Mig langar að opna þær.
Handan þeirra er allt bjart.
Þeir sem opna dyr sínar sjá nýja liti.
Fyrir þeim birtist allt litróf regnbogans
og líf þeirra verður léttara.

Skápurinn minn er lokaður.  
Mors
1952 - ...
09.10.2011


Ljóð eftir Mors

Morgun
Útsýni.
Brosið
Lífið
Hádegishlé
Leiðsögn í gegnum lífið.
Að hausti
Í skápnum