Saga hvers manns.
Saga hvers manns, er í steininn rituð
hvort hana manst, það er ekki víst.
Minningar sárar en ljúfar þó líka
gleymast og geymast, hver getur því ráðið.
En eitt er þó víst, að í minninu leynist
hólfið sem verndar, þá sem hafa þjáðst.
Hver og einn hefur, sinn djöful að draga
hvers hann minnist, það er hans saga
tíminn hann færir og tíminn hann tekur
því miður þó enginn, veit það betur
hvað upplifun eins, er frábrugðin annars
ljúfar og sárar, hver veit fyrir sig.
Æskan og ljóminn, þau senda þér tóninn
hvers á að minnast og hverju skal gleymt.
Olga Jenný (Júlí 2009)
hvort hana manst, það er ekki víst.
Minningar sárar en ljúfar þó líka
gleymast og geymast, hver getur því ráðið.
En eitt er þó víst, að í minninu leynist
hólfið sem verndar, þá sem hafa þjáðst.
Hver og einn hefur, sinn djöful að draga
hvers hann minnist, það er hans saga
tíminn hann færir og tíminn hann tekur
því miður þó enginn, veit það betur
hvað upplifun eins, er frábrugðin annars
ljúfar og sárar, hver veit fyrir sig.
Æskan og ljóminn, þau senda þér tóninn
hvers á að minnast og hverju skal gleymt.
Olga Jenný (Júlí 2009)