Um himininn svíf
Frjáls flýgur fuglinn
fjalllendi í
vængina þenur
um himnanna ský
horfir yfir farinn veg
við sjálfan sig semur
kemst ekki hjá því
að morgundagurinn kemur.
Í augum angistar
spegilmynd skoðar
sjálfan sig skilur
veruleikann boðar
náttúran móðirin
aldrei mun ljúga
óskhyggju bróðirinn
vill mergsjúga.
Fagurgalinn syngur
svo fallega fyrir mig
fell ekki í freistingu
gimsteina glingur
hrafntinnu hrægammar
hafa mig fundið
ég læt þá ekki finna mig
felur sig og syngur.
Komin er frá því
Sem áður var og hét
Hyldýpinu horfin er
stundum þó ég grét
barist hef ég fyrir því
að takmarkinu teygist
aldrei mun ég undir honum
hrægamminum beygjast.
Olga Jenný (Júní 2009)
fjalllendi í
vængina þenur
um himnanna ský
horfir yfir farinn veg
við sjálfan sig semur
kemst ekki hjá því
að morgundagurinn kemur.
Í augum angistar
spegilmynd skoðar
sjálfan sig skilur
veruleikann boðar
náttúran móðirin
aldrei mun ljúga
óskhyggju bróðirinn
vill mergsjúga.
Fagurgalinn syngur
svo fallega fyrir mig
fell ekki í freistingu
gimsteina glingur
hrafntinnu hrægammar
hafa mig fundið
ég læt þá ekki finna mig
felur sig og syngur.
Komin er frá því
Sem áður var og hét
Hyldýpinu horfin er
stundum þó ég grét
barist hef ég fyrir því
að takmarkinu teygist
aldrei mun ég undir honum
hrægamminum beygjast.
Olga Jenný (Júní 2009)