Leiðin heim.
Í frumskóginum hver af öðrum líður
dagurinn í dag, var eins í gær
það gleður mig jafn sárt og að það svíður
að breytileikinn gleymdist - vinur kær.
Stormandi og sótugur af ösku
hann askvaðandi þokast alltaf nær
handsamaður andinn kom úr flösku
brjálaður, já viti sínu fjær.
Hann krafðist dirfsku, dugnaðar og drauma
dásemdin, hún bíður hrein og tær
leyfðu ekki eymdinni að krauma
framtíðin er falleg, björt og skær.
Olga Jenný (Maí 2010)
dagurinn í dag, var eins í gær
það gleður mig jafn sárt og að það svíður
að breytileikinn gleymdist - vinur kær.
Stormandi og sótugur af ösku
hann askvaðandi þokast alltaf nær
handsamaður andinn kom úr flösku
brjálaður, já viti sínu fjær.
Hann krafðist dirfsku, dugnaðar og drauma
dásemdin, hún bíður hrein og tær
leyfðu ekki eymdinni að krauma
framtíðin er falleg, björt og skær.
Olga Jenný (Maí 2010)