Fangi ástar
Sofðu nú væna
hér örugg þú ert
í verndargleri þinnar móður.

Þar fyrir utan
er hjartað bert
þar lifir maðurinn óður.

En út ég hélt
út fyrir mörkin
varnarlaus, hættan við glóir.

Út fyrir vernd
út fyrir allt.
Ég þarfnast þín, mín kæra móðir.

Brothætt er sál
með margslungið hjarta
sem slær og þagnar í senn.

Með lífsmark og ljóð
og ljósið bjarta,
svo fagurt, en skín það enn?

Hjarta þitt verðu
ef á þig bítur
ástinnar bölóða skepna

en sjáðu, mamma,
ástin er hrein!
Ég var bara ekki sú heppna.
 
Pálína
1992 - ...


Ljóð eftir Pálínu

Vanþakklætið
Vinaleysið
Fangi ástar
áfram
Ljós lífsins
Kveðjustundin
Ég hugsa um þig