Sam-fara-hlífar
Ekki get ég varist því að í hvert sinn sem ég geri mér ferð í Kolaportið til þess að kaupa harðfisk og lyktin leggur á móti mér svo yndislega stæk að mér detti ekki gamall elskhugi minn í hug.
Hann var sá síðasti í röðinni af langtíma bólfélögum mínum og þó nokkur ár liðin frá hans tímaskeiði í lífi mínu.
En harðfisksins vegna er ekki svo auðvelt að afmá minninguna um eldheita ástarfundi í vistarverum þessa fyrrverandi kærasta míns en hann bjó á umræddum tíma í einu herbergi með aðgangi að baði, í kjallaranum hjá ömmu sinni í hrörlegu húsi í miðborg Reykjavíkur
Það var smá aldursmunur á okkur, honum í vil, en ekki fann ég fyrir því, nema þá í rúminu, en þar undum við öllum stundum í þessum niðurgrafna, funheita kjallara.
Kjallarinn þessi var því sannkallað ástarhreiður þar sem við pældum ekki í neinum óþarfa eins og að ganga þokkalega um eða vaska upp eftir okkur, enda óhægt um vik, því sökum plássleysis neyddist elskhugi minn til þess að nýta herbergi sitt einnig sem geymslu og forðabúr.
Það var helst skortur á birtu sem hrjáði okkur því hlífina vantaði á einu ljósaperuna í herberginu og þar sem glóandi peran skar í augun, kveiktum við aldrei ljósið.
Það var því stundum hin mesta kúnst að skakskjóta sér upp í rúm, sér til yndisauka, því allt um kring, var staflað hinum ýmsu nauðsynjavörum sem menn þurfa helst á að halda sér til lífsviðurværis.
Má þar til dæmis nefna fiskibollur sem við borðuðum kaldar beint upp úr dósinni, kartöflustrimla í dósum og svona ýmislegt annað matarkyns sem ekki þurfti eldunnar við.
Það var aðeins í hádeginu á sunnudögum sem svo mikið var við haft að prímusinn var dreginn fram undan rúminu og elduð ilmandi kjötsúpa sem okkur þótti hin mesti hátíðamatur.
Staflar af hreinlætisvörum stóðu svo hér og þar um herbergið og entust þær birgðir öll þau ár sem við héngum saman, að undanskildum skeinipappírnum sem var endurnýjaður reglulega eins og lög gera ráð fyrir.
Það eina sem ég setti fyrir mig í þessum húsakynnum voru silfurskotturnar á baðgólfinu.
Samt lærðist mér fljótlega að óþarfi væri að óttast þær því þær hurfu undantekningarlaust eins og unglingar sem eiga að fara út með ruslið um leið og ljósið var kveikt.
En hvar kemur þá harðfiskurinn inn í myndina? Jú, ástmögur minn elskaði harðfisk næstum því jafn heitt og sjálfa mig og þess vegna þótti mér hann einnig góður.
Best þótti okkur að spæna hann í okkur í bælinu, þegar við lágum þar örmagna eftir unað og erfiði ástarleikjanna og nenntum ómögulega á lappir.
Roðinu fleygðum við svo undir rúm, þar sem það harðnaði og gegnumþurrkaðist í hitanum frá rúmstæðinu þar til með tíð og tíma lagði frá því hina indælustu angan um allt herbergið.
Langt er síðan sá ég hann..... En heyrt hef ég að þessi fyrrverandi ástarpungur minn, sem var sannkallaður listamaður á fleiri sviðum en í bólfiminn einni saman, búi ekki lengur í kjallaraholunni,
- - hann hafi grætt offjár á einkaleyfi á forláta ljósahlífum úr fiskroði.
Hann var sá síðasti í röðinni af langtíma bólfélögum mínum og þó nokkur ár liðin frá hans tímaskeiði í lífi mínu.
En harðfisksins vegna er ekki svo auðvelt að afmá minninguna um eldheita ástarfundi í vistarverum þessa fyrrverandi kærasta míns en hann bjó á umræddum tíma í einu herbergi með aðgangi að baði, í kjallaranum hjá ömmu sinni í hrörlegu húsi í miðborg Reykjavíkur
Það var smá aldursmunur á okkur, honum í vil, en ekki fann ég fyrir því, nema þá í rúminu, en þar undum við öllum stundum í þessum niðurgrafna, funheita kjallara.
Kjallarinn þessi var því sannkallað ástarhreiður þar sem við pældum ekki í neinum óþarfa eins og að ganga þokkalega um eða vaska upp eftir okkur, enda óhægt um vik, því sökum plássleysis neyddist elskhugi minn til þess að nýta herbergi sitt einnig sem geymslu og forðabúr.
Það var helst skortur á birtu sem hrjáði okkur því hlífina vantaði á einu ljósaperuna í herberginu og þar sem glóandi peran skar í augun, kveiktum við aldrei ljósið.
Það var því stundum hin mesta kúnst að skakskjóta sér upp í rúm, sér til yndisauka, því allt um kring, var staflað hinum ýmsu nauðsynjavörum sem menn þurfa helst á að halda sér til lífsviðurværis.
Má þar til dæmis nefna fiskibollur sem við borðuðum kaldar beint upp úr dósinni, kartöflustrimla í dósum og svona ýmislegt annað matarkyns sem ekki þurfti eldunnar við.
Það var aðeins í hádeginu á sunnudögum sem svo mikið var við haft að prímusinn var dreginn fram undan rúminu og elduð ilmandi kjötsúpa sem okkur þótti hin mesti hátíðamatur.
Staflar af hreinlætisvörum stóðu svo hér og þar um herbergið og entust þær birgðir öll þau ár sem við héngum saman, að undanskildum skeinipappírnum sem var endurnýjaður reglulega eins og lög gera ráð fyrir.
Það eina sem ég setti fyrir mig í þessum húsakynnum voru silfurskotturnar á baðgólfinu.
Samt lærðist mér fljótlega að óþarfi væri að óttast þær því þær hurfu undantekningarlaust eins og unglingar sem eiga að fara út með ruslið um leið og ljósið var kveikt.
En hvar kemur þá harðfiskurinn inn í myndina? Jú, ástmögur minn elskaði harðfisk næstum því jafn heitt og sjálfa mig og þess vegna þótti mér hann einnig góður.
Best þótti okkur að spæna hann í okkur í bælinu, þegar við lágum þar örmagna eftir unað og erfiði ástarleikjanna og nenntum ómögulega á lappir.
Roðinu fleygðum við svo undir rúm, þar sem það harðnaði og gegnumþurrkaðist í hitanum frá rúmstæðinu þar til með tíð og tíma lagði frá því hina indælustu angan um allt herbergið.
Langt er síðan sá ég hann..... En heyrt hef ég að þessi fyrrverandi ástarpungur minn, sem var sannkallaður listamaður á fleiri sviðum en í bólfiminn einni saman, búi ekki lengur í kjallaraholunni,
- - hann hafi grætt offjár á einkaleyfi á forláta ljósahlífum úr fiskroði.