Hví syngur fuglinn ?
Hví syngur fuglinn ?
Ég veit hví fuglinn syngur….
sönginn sinn stanslausa
beint frá sínu hjarta.
Hann syngur fyrir ungana sína
sem munu fljúga til heitu landanna
um leið og þeir geta.
Hann syngur til sinnar ástar
sem er horfin á braut.
Hann syngur því hann syrgir.
Ég veit að fuglinn grætur…
Hann grætur ungana sína
sem eru flognir úr hreiðrinu
til heitu landanna – landanna
sem hann þráir sjálfur.
Hann grætur fuglinn
sem hann fékk ekki,
Ástina sem hefði fært honum
eilífa gleði – en hún kom ekki.
- - - - - -
Við erum eins og fuglinn í trénu….
- Fiður í hinum stóra stormi heimsins
- Enginn ræður okkar för
- Og enginn veit hvar hann á heima á morgun.
- Ég ber nafn fuglsins – um alla eilífð.
Ég veit hví fuglinn syngur….
sönginn sinn stanslausa
beint frá sínu hjarta.
Hann syngur fyrir ungana sína
sem munu fljúga til heitu landanna
um leið og þeir geta.
Hann syngur til sinnar ástar
sem er horfin á braut.
Hann syngur því hann syrgir.
Ég veit að fuglinn grætur…
Hann grætur ungana sína
sem eru flognir úr hreiðrinu
til heitu landanna – landanna
sem hann þráir sjálfur.
Hann grætur fuglinn
sem hann fékk ekki,
Ástina sem hefði fært honum
eilífa gleði – en hún kom ekki.
- - - - - -
Við erum eins og fuglinn í trénu….
- Fiður í hinum stóra stormi heimsins
- Enginn ræður okkar för
- Og enginn veit hvar hann á heima á morgun.
- Ég ber nafn fuglsins – um alla eilífð.