Einbúinn
Ég er einn og bý við vatnið.
Ég er á endastöð – eins og vatnið.
Vatnið, sem kom úr mörgum áttum,
fór sinn veg og markaði sína slóð.
Vatnið syngur – eins og ég.
okkar tónlist gengur saman.
Ég hlusta á gjálfrið á sendinni
ströndinni og heyri blak vængja fuglanna
í fjarska, - í kyrrðinni.
Fiskarnir í vatninu vita af mér
og ég þekki þá –
Þeir eru vinir mínir.
Á kvöldin heyri ég raddir í gnauði vindsins
sem bærist um í trjánum
og veita mér vernd frá umheiminum.
Sumarmorgnarnir seiða mina þrá
og sunnanblærin hvíslar til mín ;
“Komdu með mér þangað sem þú átt heima…”
Röddin frá vatninu segir ;
“Vertu kyrr, vertu kyrr….þú valdir þinn veg”
Ég og vatnið þurfum að
tala betur saman á morgun.