Sjómaðurinn
Hann er sjómaður,
Þar sem sjórinn er villtur og ær
gerir að og verkar, vinnur við
segl og sauma.
Hann fangar gull hafsins
daginn út og daginn inn.
Hann er sjómaður –
Maður sem hugsar heim
þó að þú haldir annað.
Hugur hans er nærri
þegar hann er fjarri.
Hann hugsar um tárin í augum þér
þar sem þú bíður heima.
Hann er sjómaður,
Og kemur kannski heim
þegar sólin er sest,
og hugar að sínum ástvinum
af meiri natni en aðrir.
Hann veit, að einn daginn
er ekki víst
að hann komi.
Hann er sjómaður.