Aldan í fjörunni
Þú ert hvikul og hvefsin eða ljúf og leikin
er þú bylgjast í átt til mín.
Er þú kemur ertu ærslafull, hvít og frissandi
eða drungaleg, dökk og blá.
Erum við vinir…?....viltu koma að leika,,,?
Ég veit þú getur verið ægileg,
stór og mikil belgir þig og æsir – skaðleg
En á nóttunni sefurðu róleg
Þú ert eins og maðurinn….
Þú ert árstíðarbundin, þú passar við mig !
Í fulli tungli ertu eins og mennirnir –
skapið og öldugangurinn er eins.
Erum við ennþá vinir…?....viltu koma að leika….?
Þú ert aldrei ein.