Einn eftir!!
Kalinn af kulda er -
karlinn sá -
sem skelfur inn í sér -
af eftirsjá.

Svindl og spreð hér áður -
sukk og svínerí -
af sjúkdóm hann er hrjáður -
gerir lítið í því.

Að lokum líkaminn svarar ,,nei” -
,,lof mér að hvílast.”

Nú opnast mér frelsis hlið -
guð minn veitir mér frið.  
Guðni Brynjólfur Ásgeirsson
1993 - ...


Ljóð eftir Guðna Brynjólf Ásgeirsson

Hestamannaferðir
Gammur – hæfileikaríkur
Einn eftir!!
Lífsins alvara
Rjúpa