Lífgjöfin launuð
Það var á Þorláksmessukvöld og húsbóndinn á heimilinu var að skreyta jólatréð.Þegar hann hafði lokið við verkið, virti hann tréð fyrir sér þar sem það stóð hlaðið hinu indælasta skrauti sem glitraði í öllum regnbogans litum.
En hvað börnin verða glöð þegar þau vakna og sjá hvað jólatréð er fallegt hugsaði hann með sér um leið og hann hagræddi einni jólakúlunni.
Í sama bili varð hann var við eitthvað kvikt á greininni þar sem kúlan hékk og sá þá að þar var komin dálítil könguló sem hafði vaknað af vetrarvala sínum við hlýjuna í stofunni.
Hann ætlaði að fara að drepa litla dýrið af því það væri ómögulegt að hafa sprelllifandi könguló í sjálfu jólatrénu.
En það var eins og eitthvað hélt aftur af honum. Jólin voru nú á leiðinni hugsaði hann með sér og allir áttu skilið að eiga gleðileg jól, líka litlar köngulær.
Á aðfangadagsmorgun var hann fyrstur á fætur og auðvitað gat hann ekki setið á sér og fór því rakleitt inn stofu til þess að dást að jólatrénu.
Sér til mikillar undrunar sá hann þá að tréð var alþakið yndisfögru englahári.
Þetta hefur konan mín afrekað, þegar hún kom heim úr vinnunni í gærkvöldi , eftir að ég var sofnaður,hugsaði maðurinn með sér.
En þegar hann gekk nær jólatrénu sá hann að englahárið fagra var listilega ofinn köngulóarvefur.
En hvað börnin verða glöð þegar þau vakna og sjá hvað jólatréð er fallegt hugsaði hann með sér um leið og hann hagræddi einni jólakúlunni.
Í sama bili varð hann var við eitthvað kvikt á greininni þar sem kúlan hékk og sá þá að þar var komin dálítil könguló sem hafði vaknað af vetrarvala sínum við hlýjuna í stofunni.
Hann ætlaði að fara að drepa litla dýrið af því það væri ómögulegt að hafa sprelllifandi könguló í sjálfu jólatrénu.
En það var eins og eitthvað hélt aftur af honum. Jólin voru nú á leiðinni hugsaði hann með sér og allir áttu skilið að eiga gleðileg jól, líka litlar köngulær.
Á aðfangadagsmorgun var hann fyrstur á fætur og auðvitað gat hann ekki setið á sér og fór því rakleitt inn stofu til þess að dást að jólatrénu.
Sér til mikillar undrunar sá hann þá að tréð var alþakið yndisfögru englahári.
Þetta hefur konan mín afrekað, þegar hún kom heim úr vinnunni í gærkvöldi , eftir að ég var sofnaður,hugsaði maðurinn með sér.
En þegar hann gekk nær jólatrénu sá hann að englahárið fagra var listilega ofinn köngulóarvefur.