

Vera mín á jörðu hér er liðin,
ég kveð nú allt mitt fólk í hinsta sinn.
Lengi dreymt, en búin er nú biðin,
gráttu ekki, elsku vinur minn.
Vítiskvalir hef ég þurft að líða,
kvíðinn oft á sálu minni brann.
Ég veit að þú munt eiga ævi blíða,
þó sjálfur hamingjuna aldrei fann.
Ég fangi er í mínum eigin huga,
og sjaldan fæ ég frið frá eigin kvöl.
Svo ef ég væri orðin lítil fluga,
ég fljúga myndi burt frá lífsins böl.
Þótt lífið oft á tíðum sýnist erfitt,
er endalaust af gleði til í því.
Bróðir sæll þú skjöldur ert og sverð mitt,
ég veit við munum hittast senn á ný.
ég kveð nú allt mitt fólk í hinsta sinn.
Lengi dreymt, en búin er nú biðin,
gráttu ekki, elsku vinur minn.
Vítiskvalir hef ég þurft að líða,
kvíðinn oft á sálu minni brann.
Ég veit að þú munt eiga ævi blíða,
þó sjálfur hamingjuna aldrei fann.
Ég fangi er í mínum eigin huga,
og sjaldan fæ ég frið frá eigin kvöl.
Svo ef ég væri orðin lítil fluga,
ég fljúga myndi burt frá lífsins böl.
Þótt lífið oft á tíðum sýnist erfitt,
er endalaust af gleði til í því.
Bróðir sæll þú skjöldur ert og sverð mitt,
ég veit við munum hittast senn á ný.