Grýludraumar
Grýla gamla, var þreytt á að híma
í gráðið hún réri, ótt og títt.
Við hellismunnann sig lagði í líma
að lappa upp‘á pilsið, breitt og sítt.
Hvernig væri það, ef ég héldi
hugsaði Grýla, í ferðanám.
Lært ég gæti á langdregnu kveldi
og lesið í bókum, með tölvu á hnjám.
Í fjarnámið gæti ég farið á Hólum
ferðamál stúderað, vel get ég það.
Þó líðan sé góð þegar líður að jólum
mér leiðist á sumrin, þá gera má hvað?
Hjá mér ferðaþjónusta, vel myndi passa
því marglit er fjölskyldan, fræg út um allt.
Ég býð upp á ketsúpu fyrsta klassa
og kveiki svo eld þegar okkur er kalt.
Í eldhúsi Ketkrókur ætíð er inni
hann eldar þá ketið og fær pínu smakk.
Og með Bjúgnakræki til aðstoðar kynni
það kvöldverði bjarga, ef ég fer á flakk.
Þá Skyrjarmur skyrið í túristann hrærir
hann snillingur er í að hræra ég tel.
Um pottana patti sig alla kærir
hann Pottasleikir sem þrífur þá vel.
Já gilin í fjallinu Giljagaur þekkir
hann gæti víst leiðsagnir tekið að sér.
Og Stekkjastaur anginn, hann engan mann hrekkir
en yfirsýn hefur, því langur er hann.
Ef túristi týnist, þeir bræðurnir geta
talað við Gáttaþef, stórt er hans nef.
Þeir mat skulu fá, það þeir kunna að meta
er mæta þeir aftur með peningabréf.
Við náttúrutúlkun er natinn hann Stúfur
og næmur á sjálfbæra umhverfismynd.
En Hurðaskellir sést þjóta um þúfur
hann þeysir á kollóttri hvítri kind.
Vandræðagripur er Gluggagægir
á gluggunum liggur hann dóninn sá.
En ef hann gluggana fallega fægir
fer þetta vandamál alveg frá.
Þjóðlega gripi við þurfum að selja
Þvörusleikir í það gæti nýst.
Nóg er af kertum, þar kippur má velja
því Kertasníkir á fullt það er víst.
Í horninu liggur hann Leppalúði
því lélegur er hann af ýldu og gigt.
Og nú er til, náttúru-vottaður úði
sem nota má til þess að losna við lykt.
Ef jólakött ekki þeir túristar þola
sem þenkja að ofnæmi fæli þá frá.
Ég segi þeim satt, að sú sífrandi rola
sé sköllótt af elli frá haus nið‘rí tá.
Mér leiðist að hanga með Leppalúða
og líst bara vel á að læra þá list
að lokka inn ferðamenn pena og prúða
sem peninga geta úr erminni hrist.
Víst geta veslingar orðið smá smeykir
ef vita hver býr hérna fjallinu í.
Í desember þjóðin sig af okkur hreykir
á árstímum öðrum hún gefur oss frí.
Ég sit ekki lengur í þessari súpu
skilti ég útbý og býð gestum inn.
Svo næst þegar ferðamenn koma frá Kúbu
kjamma ég sel þeim, evru á kinn.
Nei íslensku börnin ég ekki vil éta
því indæl þau eru og hreint ekki æt.
Ég sýð kannski einn og einn kjaftforan Breta
með kartöflustöppu, á borðið, þá læt.
Það er ekki efi til í mínu hjarta
að aðsókn í hellinn minn verði‘engu lík.
Ég sé fram á framtíð svo góða og bjarta
og ferðamenn geri‘okkur öll sömul rík.
Höf. Elín Finnbogadóttir
í gráðið hún réri, ótt og títt.
Við hellismunnann sig lagði í líma
að lappa upp‘á pilsið, breitt og sítt.
Hvernig væri það, ef ég héldi
hugsaði Grýla, í ferðanám.
Lært ég gæti á langdregnu kveldi
og lesið í bókum, með tölvu á hnjám.
Í fjarnámið gæti ég farið á Hólum
ferðamál stúderað, vel get ég það.
Þó líðan sé góð þegar líður að jólum
mér leiðist á sumrin, þá gera má hvað?
Hjá mér ferðaþjónusta, vel myndi passa
því marglit er fjölskyldan, fræg út um allt.
Ég býð upp á ketsúpu fyrsta klassa
og kveiki svo eld þegar okkur er kalt.
Í eldhúsi Ketkrókur ætíð er inni
hann eldar þá ketið og fær pínu smakk.
Og með Bjúgnakræki til aðstoðar kynni
það kvöldverði bjarga, ef ég fer á flakk.
Þá Skyrjarmur skyrið í túristann hrærir
hann snillingur er í að hræra ég tel.
Um pottana patti sig alla kærir
hann Pottasleikir sem þrífur þá vel.
Já gilin í fjallinu Giljagaur þekkir
hann gæti víst leiðsagnir tekið að sér.
Og Stekkjastaur anginn, hann engan mann hrekkir
en yfirsýn hefur, því langur er hann.
Ef túristi týnist, þeir bræðurnir geta
talað við Gáttaþef, stórt er hans nef.
Þeir mat skulu fá, það þeir kunna að meta
er mæta þeir aftur með peningabréf.
Við náttúrutúlkun er natinn hann Stúfur
og næmur á sjálfbæra umhverfismynd.
En Hurðaskellir sést þjóta um þúfur
hann þeysir á kollóttri hvítri kind.
Vandræðagripur er Gluggagægir
á gluggunum liggur hann dóninn sá.
En ef hann gluggana fallega fægir
fer þetta vandamál alveg frá.
Þjóðlega gripi við þurfum að selja
Þvörusleikir í það gæti nýst.
Nóg er af kertum, þar kippur má velja
því Kertasníkir á fullt það er víst.
Í horninu liggur hann Leppalúði
því lélegur er hann af ýldu og gigt.
Og nú er til, náttúru-vottaður úði
sem nota má til þess að losna við lykt.
Ef jólakött ekki þeir túristar þola
sem þenkja að ofnæmi fæli þá frá.
Ég segi þeim satt, að sú sífrandi rola
sé sköllótt af elli frá haus nið‘rí tá.
Mér leiðist að hanga með Leppalúða
og líst bara vel á að læra þá list
að lokka inn ferðamenn pena og prúða
sem peninga geta úr erminni hrist.
Víst geta veslingar orðið smá smeykir
ef vita hver býr hérna fjallinu í.
Í desember þjóðin sig af okkur hreykir
á árstímum öðrum hún gefur oss frí.
Ég sit ekki lengur í þessari súpu
skilti ég útbý og býð gestum inn.
Svo næst þegar ferðamenn koma frá Kúbu
kjamma ég sel þeim, evru á kinn.
Nei íslensku börnin ég ekki vil éta
því indæl þau eru og hreint ekki æt.
Ég sýð kannski einn og einn kjaftforan Breta
með kartöflustöppu, á borðið, þá læt.
Það er ekki efi til í mínu hjarta
að aðsókn í hellinn minn verði‘engu lík.
Ég sé fram á framtíð svo góða og bjarta
og ferðamenn geri‘okkur öll sömul rík.
Höf. Elín Finnbogadóttir