

Ég var 14 ára unglingsstúlka og ég leyfði mér eitt sinn í sakleysi mínu að dást að spegilmynd minni .
Blá augu ljómuðu á móti mér, ljósa hárið flóði um axlir mínar og rósrauðar varirnar voru fylltar og lokkandi
Ég lokaði augunum eitt augnablik í sæluvímu og lét mig dreyma um framtíðina með Honum sem myndi koma til mín einn daginn og verða mér samferða í gegnum lífið.
Andartaki síðar opnði ég augun en ég sá ekki sjálfa mig nógu vel í speglinum. Það var eins og það væri móða á honum.
Ég reyndi að þurrka hana af með hendinni en spegillinn breyttist ekki. Ég færði mig nær og rýndi fastar í spegilinn og horfðist í augu við rúnum rist andlit gamallar konu.
Blá augu ljómuðu á móti mér, ljósa hárið flóði um axlir mínar og rósrauðar varirnar voru fylltar og lokkandi
Ég lokaði augunum eitt augnablik í sæluvímu og lét mig dreyma um framtíðina með Honum sem myndi koma til mín einn daginn og verða mér samferða í gegnum lífið.
Andartaki síðar opnði ég augun en ég sá ekki sjálfa mig nógu vel í speglinum. Það var eins og það væri móða á honum.
Ég reyndi að þurrka hana af með hendinni en spegillinn breyttist ekki. Ég færði mig nær og rýndi fastar í spegilinn og horfðist í augu við rúnum rist andlit gamallar konu.