Dúfan mín
Gæti ég bara dansað við þig
dúfan mín á torginu
dansað við þig daginn langan
dansað úr þér sorgina
draumabarnið smáa
gæti ég bara huggað þig
og hrakið kvíðann burt
gefið þér lífið
sem lifnaði forðum
með lýsandi orðum
gæti ég bara snert þig
snaróðum orðum
og ljóðum sem lækna
gæti ég bara gefið þér
ljóðin sem lækna ...  
Ingibjörg Haraldsdóttir
1942 - ...
Úr bókinni <a href="http://edda.is/?pid=391" target="new"> Hvar sem ég verð</a>.
Mál og menning, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur

Kona
Kona
Haust
Rigning í Reykjavík
Jólaskemmtun
Húm
Skáldkonan sem hvarf
Dúfan mín